Skoðum og spjöllum

Um þennan viðburð

Tími
11:30 - 13:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Fræðsla
Spjall og umræður
Sýningar

Skoðum og spjöllum á íslensku

Laugardagur 20. maí 2023

Skoðum og spjöllum er hluti af viðburðaröðinni Spjöllum með hreim, þar sem boðið er upp á fjölbreyttar og skemmtilegar leiðir til að æfa sig að tala íslensku undir handleiðslu reyndra kennara. 

Langar þig að rölta um miðborg Reykjavíkur og skoða skemmtilegar sýningar á fjölbreyttum menningarstofnunum á meðan þú æfir þig að spjalla á íslensku? Við hittumst einu sinni í mánuði og kynnumst borginni betur. Leiðsagnirnar fara fram á íslensku en reyndur íslenskukennari fylgir hópnum og aðstoðar ef á þarf að halda. 

Laugardaginn 20.maí heimsækjum við Ljósmyndasafn Reykjavíkur, sem staðsett er á 6.hæð í Grófarhúsinu, sömu byggingu og Borgarbókasafnið. Þar munum við fá leiðsögn um sýninguna Myndir ársins, árlega sýningu Blaðaljósmyndarafélags Íslands. 

Við hittumst á Torginu, 1.hæðinni á Borgarbókasafninu Grófinni.

Þátttaka er ókeypis og engin skráning.

Dagskrá Spjöllum með hreim má finna HÉR

Viðburður á facebook


Nánari upplýsingar veitir:
Hildur Björgvinsdóttir
hildur.bjorgvinsdottir@reykjavik.is