Um þennan viðburð

Tími
11:00 - 12:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tungumál
Enska
Fræðsla

Jóga á bókasafninu

Miðvikudagur 4. júní 2025

Hreyfing, slökun og hugarró

Hvernig væri að taka sér frí, þó ekki nema væri smástund, frá öllu stressinu sem fylgir stöðugu áreiti nútímalífsstíls og gefa sér tíma til að hlúa aðeins að líkama, huga og sál?

Indverska sendiráðið í Reykjavík býður upp á tíma í jóga í tilefni af alþjóðlegum degi jóga sem er haldinn hátíðlegur ár hvert um allan heim þann 21. júní.

C.G. Shinde er sérfræðingur í jóga og hefur yfir tuttugu ára reynslu af kennslu á heimspekilegum, hagnýtum og verklegum þáttum jóga. Hann hefur gegnt mikilvægu hlutverki í að efla og miðla jógakennslu á ýmsum stigum. Frá júní 2022 hefur hann starfað sem kennari í indverskri menningu við sendiráð Indlands í Reykjavík. Í þessu hlutverki tekur hann virkan þátt í að dreifa boðskap og iðkun jóga um allt samfélag Íslendinga, efla þvermenningarlega vellíðan og andleg samskipti.
 

Tímarnir verða í boði á eftirfarandi stöðum:

Borgarbókasafnið Gerðubergi
Miðvikudaginn 4. júní kl. 11-12

Borgarbókasafnið Grófinni
Miðvikudaginn 11. júní kl. 11-12

Borgarbókasafnið Spönginni
Miðvikudaginn 18. júní kl. 11-12

Aðgangur er ókeypis og jógadýnur á staðnum.

Öll hjartanlega velkomin.
 

Nánari upplýsingar veitir:

Stefán Bragi Guðnason, viðskiptafulltrúi
Sendiráð Indlands í Reykjavík
com.reykjavik@mea.gov.in | 534 9955