Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 14:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Tungumál
Íslenska
Fræðsla

Fríbúð | Fríbúðarkaffi #5 - Þorgerður María Þorbjarnardóttir

Fimmtudagur 5. mars 2026

Má bjóða þér að kíkja í kaffi og spjall í Fríbúðinni?

Í vetur munum við reglulega vera með heitt á könnunni í Fríbúðinni og bjóða góðum gestum í heimsókn. Stundum óformlegt spjall og stundum fræðandi fyrirlestrar. Öll velkomin og allt ókeypis.

Í þetta skiptið mun Þorgerður María Þorbjarnardóttir kíkja í kaffi. Þorgerður María er formaður Landverndar. hún er jarðfræðingur að mennt sem bætti við sig leiðtogafræðum í náttúruvernd í meistaranámi í Bretlandi. Hún var virkur félagi um árabil hjá Ungum umhverfissinnum og svo formaður veturinn 2020-2021. Þorgerður býr í Laugardalnum en er uppalin á Egilsstöðum og starfar reglulega sem landvörður á hálendinu austan megin í Vatnajökulsþjóðgarði.

 

Viltu vita meira um Fríbúðina?

Nánari upplýsingar veitir:
Atli Pálsson, sérfræðingur
atli.palsson@reykjavik.is | 411-6170