LÁN, Barnamenningarhátíð, Víkurskóli
LÁN, Barnamenningarhátíð, Víkurskóli

Um þennan viðburð

Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Börn
Sýningar

Barnamenningarhátíð | Náttúra, tækifæri, friður

Þriðjudagur 18. apríl 2023 - Laugardagur 29. apríl 2023

Nemendur í grunnskólum í Grafarvogi hafa rannsakað eigið nærumhverfi. Sumir hafa lagt áherslu á að skoða náttúruna og breytingar hennar eftir árstíðum. Aðrir hafa velt fyrir sér hvaða ónýttu tækifæri eru á svæðinu með aðferðum þarfagreiningar og myndrænnar framsetningar á betrumbótum. Enn aðrir hafa leitað uppi staði þar sem hægt er að finna innri frið.  

Sýningin er liður í Barnamenningarhátíð í Reykjavik og er afrakstur samvinnu grunnskólanemenda, kennara og listafólks, sem tengja saman listir og náttúruvísindi, undir formerkjunum Listrænt ákall til náttúrunnar (LÁN).

LÁN er þverfaglegt þróunarverkefni úr smiðju Ásthildar Jónsdóttur og Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur. Verkefnið tengir saman náttúrufræði og listgreinar, með sjálfbærni og umhverfisvitund í brennidepli. Lögð er áhersla á að kynnast málefnum náttúrunnar á skapandi og nýstárlegan hátt, með aðferðum list- og verkgreina í samvinnu við listafólk, hönnuði og vísindamenn. Markmið verkefnisins er að styrkja sjálfsmynd og gagnrýna hugsun nemenda og trú þeirra á eigin getu. Verkefnið ýtir undir nýsköpun og stuðlar að starfsþróun kennara með áherslu á skapandi kennsluhætti. Verkefnið styður við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og eykur áhuga og meðvitund ungs fólks á náttúrufræði og sjálfbærni.

 

Nánari upplýsingar veitir:
Sigríður Stephensen
sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is