mynd af þremur bókum og höfundum þeirra

Um þennan viðburð

Tími
17:30 - 18:30
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tungumál
Íslenska
Bókmenntir
Spjall og umræður

Rými fyrir höfunda | Arndís Þórarinsdóttir, Ása Marin og Margrét Höskuldsdóttir

Miðvikudagur 12. nóvember 2025

Þér er boðið til stefnumóts við þrjá höfunda þar sem í boði verða upplestrar, sögur og góðar samræður. Þessi stund er tileinkuð sögum sem minna okkur á hversu dýrmætt það er að gleyma sér í góðri bók. 

Arndís, Ása Marin og Margrét sýna með verkum sínum að það er list að skrifa góðar bækur sem hreyfa við tilfinningunum án þess að taka lífið of hátíðlega. Þetta er tækifæri til að hitta þær, heyra hvað kveikti hugmyndirnar að bókum þeirra og spjalla við þær.

Viðburðurinn er á Facebook

Nánari upplýsingar veitir:

Ása Marin 

asamarin@yahoo.com 

 

Þessi viðburður er hluti af Rými fyrir höfunda. Þar geta rithöfundar og skáld sem eru að gefa út bók og hafa áhuga á að standa fyrir kynningu á nýju verki og/eða eldri verkum sínum pantað rými á Borgarbókasafninu sér að kostnaðarlausu. 

Rými fyrir höfunda á söfnunum okkar | Borgarbókasafnið