Umsóknir


Borgarbókasafnið stendur fyrir fjölda viðburða, sýninga og verkefna ár hvert í samstarfi við listamenn, félagasamtök og innlendar sem erlendar menningar- og menntastofnanir.

Við tökum öllum beiðnum um samstarf fagnandi og gerum okkar besta til að bregðast við þeim fljótt og vel. Samstarf okkar við utanaðkomandi aðila getur tekið á sig ýmsar myndir og aðkoma safnsins er mismikil eftir eðli og umfangi verkefna.

Ef þú lumar á góðri hugmynd að viðburði, sýningu eða verkefni sem þú telur að eigi heima undir hatti Borgarbókasafnsins hvetjum við þig til að senda inn umsókn. Hér til hliðar eru umsóknarform sem auðvelt er að fylla út og senda til okkar.