two women discussing words

Kærleiksorðræða | Orðstofa með Maó og Karólínu

Maó Alheimsdóttir og Karólína Rós Ólafsdóttir buðu okkur að endurskoða orðatiltækin sem við ólumst upp við og velta fyrir okkur því sem við vildum segja á nýjan hátt og við skemmtum okkur konunglega! Við byrjuðum á því að setja saman lista af gömlum lögum sem færðu okkur aftur til fjarlægra minninga: hið fullkomna umhverfi til að koma okkur aftur í tímann og byrja að grafa upp gleymd orðatiltæki. Við spjölluðum, skiptumst á orðatiltækjum á okkar móðurmáli og unnum sem hópur að því að búa til ný.

Vinnustofan skapaði rými fyrir nýstárlegar setningar og orðatiltæki. Með því að virkja minningar, skynfærin og mismunandi tungumál eða talhátt, bjuggum við til nýjan orðaforða fyrir kunnuglega tilfinningu eða nýja tilfinningu með kunnuglegum orðaforða. Við skoðuðum tengsl fólks við tungumál sem það hefur lært, við móðurmál þeirra og einnig tengsl þessara tveggja tungumála. Þegar maður hugsar um heimilið birtist landslag, myndir og minningar, og á sama hátt er landslag sem felst í tungumálinu. Hvað er bara eins og eitthvað annað? Hvernig er það sem ég vil segja?

Vinnustofan var hluti af bókasafnsverkefninu Kærleiksorðræða þar sem er lögð áhersla á upplifun, tilfinningalæsi og eingarhald á tungumálinu.  Eins og titill verkefnisins ber með sér er lögð áhersla á leik að orðum. Öllum nýju orðunum er safnað saman í nýstárlega orðabók sem er geymd á Borgarbókasafninu og hægt er að fá til afnota á staðnum. Auk þess sköpum við vettvang til að ræða það sem er okkur kært – upplifun okkar af samskiptum.

Vertu með á upplestri 15. júní.
 

Fyrir nánari upplýsingar: 
Martyna Karolina Daniel | sérfræðingur fjölmenningarmála
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is