Stofan | Pétur Eggertsson um þróunarferlið

Pétur er þriðji skapandi  Stofunnar | A Public Living Room í vetur. Við spurðum Pétur nokkurra spurninga um sköpunarferlið og hvernig hann myndi vilja breyta bókasafninu sem almenningsrými, ef það væri í hans höndum. Opnun á Stofunni hans er 6. desember 2022 á 5. hæðinni í Grófinni.

Hvaða stað valdir þú fyrir þína Stofu? 
Fimmtu hæðina í kringum plöturnar og nótnaheftin, en svo mun ég líka dreifa úr mér. 

Hvað hefur þú fyrir stafni? 
Skapa þægilega þögn með ýmsum hljóðfærum og fundnum hlutum. 

Hvaða tilfinningu langar þig að skapa meðal notenda? 
Frelsi til að tjá sig, öðlast innsýn inn í heim minni hljóða, hjartahlýju og uppgötvun tóna sem hafa áhrif á vanabundna hegðun. 

Ef þú myndir breyta einhverju á bókasafninu og setja því nýja reglu, hver væri hún? 
Geta liðið vel í eigin hljóði og mæta hljóðum annarra opnum örmum. 

Hvaða merkingu leggur þú í hugmynd um vellíðan og hvernig hyggst þú miðla því óháð tungumáli á opnuninni?  
Vellíðan er hugarástand. Staður þar sem líkami og sál eru opin og afslöppuð. Taugakerfið er í hvíld. Þögn getur bæði verið óþægileg og þægileg, það fer bara eftir eigin tilfinningum gagnvart henni. Fer hljóðtruflun í taugarnar á þér? Eða tekurðu eftir henni og leyfir henni að vera? Látbragð, góðvild og svipbrigði eru sameiginlegur grunnur okkar til að eiga samskipti óháð tungumálum og það er góður staður til að byrja á... en svo vona ég líka að tónlistin taki yfir tjáskiptin í lokin. 

 

Frekari upplýsingar um Stofuna
Martyna Karolina Daniel, Sérfræðingur fjölmenningar
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is

 

Flokkur
UppfærtMánudagur, 5. desember, 2022 13:16