Skapandi lausnaleit samfélags | Opið samtal

Hugmyndaþorpið kom í Opið samtal og kynnti eigin aðferðafræði við skapandi lausnaleit samfélags. Leiðangursmiðuð nýsköpun og vistkerfi nýsköpunar bárust í tal. Einnig var sérstaklega rætt um eðli og eiginleika umhverfis sem ýtir undir skapandi samstarf og samfélagsþróun sem er sjálfbær.  

Kallað var eftir að bókasafnið sem almenningsrými tengdi saman ólík samfélög og legði áherslu á að rækta jarðveg sem ýtir undir traust milli samstarfsaðila og stofnana. Aðgengi að opnu rými og sérhæfðri þekkingu á bókasafninu gæti skapað grundvöll fyrir nýsköpun og prófun nýrra samfélagsverkefna. Einnig myndu opnir viðburðir auðvelda fleirum sem nýkomin væru í samfélagið að taka þátt í verkefnum sem þau hefðu áhuga á að leggja lið. 

Við þökkum þeim sem tóku þátt í gefandi samtali og hlökkum til að vinna áfram í áttina að frekari félagslegri nýsköpun.  

Bókasafnið er opið fyrir nýjum hugmyndum. Við bjóðum reglulega í opið samtal um hvernig bókasafnsins gæti nýst sem vettvangur félagslegrar nýsköpunar. 

Opið samtal, hvað er það? Umræðuvettvangur um málefni tengd réttindum, aðgengi og þátttöku í samfélaginu.

Frekari upplýsingar
Dögg Sigmarsdóttir 
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka 
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is 

Flokkur
UppfærtÞriðjudagur, 31. janúar, 2023 15:44