Jóladagatal | Stikkprufur úr flóðinu 2025
Líkt og síðustu ár laumast rithöfundar og þýðendur til byggða með glóðvolgar bækur. Fyrst komu þau við á Borgarbókasafninu í Grófinni og sitja þar nú og bíða eftir að við opnum gluggana á dagatalinu.
Fylgist vel með hér eða á Facebook í desember, alla daga fram að jólum!
1. desember
Fyrsti desember og fullveldi fagnað. Tími til að anda ofan í maga, búa sig undir jól og næstu daga, reyna að muna eftir að njóta – ekki síst bókmenntanna. Við opnum fyrsta gluggann í jóladagatalinu okkar og fyrsti höfundurinn sem gægist þar út er Una Margrét Jónsdóttir, með bók sína Silfuröld revíunnar.
Bækur og annað efni