Vilmundur Hansen
Vilmundur Hansen

Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 18:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Tungumál
Íslenska
Fræðsla
Markaður

Opnun | Fræsafn í Kringlu með Vilmundi Hansen

Fimmtudagur 27. mars 2025

Sjöunda Fræsafn Borgarbókasafnsins opnar nú á Borgarbókasafninu Kringlunni. Fræsafnið er lítið svæði inni á bókasafninu þar sem er hægt að ná sér í ókeypis fræ til ræktunar, en einnig er tekið á móti afgangsfræum í afgreiðslu safnsins.

Í tilefni nýja Fræsafnsins mun Vilmundur Hansen, garðyrkju- og grasafræðingur, fara yfir helstu atriði sem þarf að hafa í huga við sáningu sumarblóma, kryddjurta og fjölærra plantna, svo sem sáningartíma, herslu og gróðursetningu. Að fræðslu lokinni verður Fræsafnið formlega opnað. Einnig verður plöntuskiptamarkaður á safninu á meðan viðburðinum stendur þar sem gestir geta komið með plöntur og tekið aðrar í staðinn.

Vilmundur hefur skrifað um garðrækt í Bændablaðið, haldið úti hlaðvarpsþættinum „Ræktaðu garðinn“ þinn og stjórnað vinsælum Facebook-hóp undir sama nafni með ráðgjöf og skoðanaskiptum um garðyrkju og gróður.
Það er ekki seinna vænna en að huga að sumrinu, gríptu þér fræ til sáningar og/eða komdu með afgangs fræ að heiman fyrir önnur til að njóta.

Öll fræ velkomin, inni- og útiplöntur og matjurtir. 

Viðburðurinn á Facebook
 

Nánari upplýsingar veita:

Hólmfríður María Bjarnardóttir, sérfræðingur
holmfridur.maria.bjarnardottir@reykjavik.is | 411 6202

Guttormur Þorsteinsson, sérfræðingur
guttormur.thorsteinsson@reykjavik.is | 411 6204

Bækur og annað efni