Menning og fræðsla í boði fyrir 13 ára +
Kunna nemendur þínir á þrívíddarprentara? Eða viltu gera hlaðvarpsþátt með þeim?
Menningarhús Borgarbókasafnsins eru stútfull af spennandi tækifærum í fræðslu og verkefnum fyrir ungmenni frá þrettán ára aldri.
Auk hefðbundinnar safnfræðslu og kynningar á fjölbreyttri starfsemi safnsins býður safnið upp á:
- Kynningar á myndasögu- og unglingadeildinni, sem er afar vinsæl hjá þessum aldurshópi
- Verkstæðið, þar sem hægt er að prófa ýmis tól og tæki
- Ritsmiðjur af ýmsum toga
- Stefnumót við rithöfunda
- Kompuna, hlaðvarpsstúdíó, sem opin er öllum sem eiga bókasafnskort.
Bókasafnskort eru ókeypis fyrir alla undir 18 ára aldri.
Verið velkomin á Borgarbókasafnið!
Nánari upplýsingar veitir
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is