Samanbrotið landslag. Listaverk eftir Sæunni Þorsteinsdóttur
Samanbrotið landslag. Sýning Sæunnar Þorsteinsdóttur

Information about the event

Time
17:00
Price
Free
Target
Everyone
Exhibitions

Sýning | Samanbrotið landslag

Thursday October 6th 2022 - Friday January 6th 2023

Sæunn Þorsteinsdóttir sýnir listaverk úr landakortum.

Kortin verða þannig að öðru og nýju landslagi heldur en þau áttu að sýna í upphafi.

Landakort draga upp svipbrigði landsins á myndmáli. Kortið er flatt en gefur samt hugmynd um dýpt dala, stærð vatna, lengd fjarða og vekur minningar um eyðifegurð annesja og mikilfengleik fjalla. Uppdrættirnir færa landslag í mælanlegt form með línum og tölum en síðan koma minningar og örnefni og bæta við sögum, lífi og lit.

 „Hæðarlínur, tala og nafn færð á pappír og allt í einu get ég haldið á heilu fjalli. Pappírinn er fisléttur en samt finn ég þyngd fjallsins því uppdrátturinn kemur hugmyndinni um fjallið svo vel til skila og í huganum get ég valið um að sjá fjallið fyrir mér blátt í fjarska eða að tylla mér á tindinn og horfa vítt og breitt„ segir Sæunn í hugleiðingu sinni um verkin.

Sæunn lærði myndlist í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og tónlist við Tónlistarskólann í Reykjavík. Frá Háskólanum á Akureyri útskrifaðist hún með B.ed gráðu í Mynd- og tónmennt árið 2005. Einnig hefur hún sótt námskeið í sýningarhönnun og sjónlistum af ýmsu tagi á Íslandi, Austurríki, Bandaríkjunum og Japan. Einkasýningar Sæunnar eru sex talsins auk fjölda samsýninga sem hún hefur tekið þátt í.

Sæunn verður með leiðsögn um sýninguna sunnudaginn 6. nóvember. Verið velkomin! sjá hér

 

Heimasíða Sæunnar 

Viðburðurinn á facebook

 

Nánari upplýsingar:
Katrín Guðmundsdóttir
Borgarbókasafninu Árbæ
katrin.gudmundsdottir@reykjavik.is