Information about the event
Stofan | Hughrifsveggur
Hvað er það við staði sem lætur okkur langa til að setjast niður, staldra við og jafnvel hefja samtal við ókunnuga manneskju?
Hughrifsveggurinn er samansafn af fjölbreyttum útgáfum af samfélagstorgi framtíðarbókasafnsins - af stað þar sem þú getur hafið samtal; miðlað óháð tungumáli og síðast en ekki síst hlúð að samfélaginu - share the care.
Stofan | A Public Living Room var samsköpunarverkefni til þriggja ára frá 2021 til 2024 þar sem ólíkir einstaklingar eða hópar fengu frjálsar hendur á bókasafninu til endurskapa valið rými eftir sínu höfði og búa til eigin útgáfu af samfélagstorgi. Í tilraunaferlinu var höfðað til ólíkra skynfæra, rýnt í hugmyndir um hlutlaust rými, vellíðan og óskrifaðar reglur bókasafna sem tengjast viðurkenndri hegðun á slíkum stað.
Í Stofunni höfum við meðal annars stigið trylltan dans, frætt okkur um réttindi, rasisma og loftlagsmál, deilt mat og menningu, sagt persónulegar sögur, farið í sturtu, aukið skynbragðið, dvalið í þögn, ímyndað okkur nýjar framtíðir og endurhlaðið batteríin.
Hlustaðu á nokkur af samtölunum sem urðu til í Stofunni
Hughrifsvegginn má finna á Torginu á 1. hæð í Grófinni.
Skoðaðu hverja einstaka Stofu | A Public Living Room
Nánari upplýsingar veitir:
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is