Barmmerkjasmiðja - Hver er þinn uppáhalds glæpon?

Information about the event

Time
15:00 - 17:00
Price
Free
Target
Everyone
Language
Íslenska og enska
Past Events

FRESTAÐ Barmmerkjasmiðja | Hver er þinn uppáhalds glæpon?

Thursday September 5th 2024

Amma glæpon, afi glæpon eða mamma glæpon eða er það pabbi glæpon? Hver er þinn uppáhalds glæpon? Hver sem það er, þá erum við viss um að það er hægt að gera skemmtilegt glæpona barmmerki.

Komdu í heimsókn í Smiðjuna og prófaðu barmmerkjavélina með okkur. Ekki þarf að eiga bókasafnskort, engrar reynslu krafist og engin skráning, bara mæta.

Börn og fullorðnir velkomin en börn yngri en 8 ára mæti í fylgd með fullorðnum.

Smiðjan er hluti af dagskránni Glæpafár á Íslandi sem haldin er í samstarfi við Hið íslenska glæpafélag, sem fagnar 25 ára afmæli í ár. Við fögnum jafnframt Bókasafnsdeginum sem haldinn er hátíðlegur í byrjun september en yfirskriftin í ár er Lestur er glæpsamlega góður! Það er því tilvalið að grípa með sér nokkrar spennandi bækur þegar smiðjunni lýkur.

Viðburður á Facebook
 

Nánari upplýsingar:
ulfarsa@borgarbokasafn.is