Information about the event

Time
12:00 - 13:00
Price
Free
Target
Children
Language
Íslenska
Children

Sögustund við varðeld | Rán Flygenring

Saturday October 25th 2025

Verið velkomin á notalega útisögustund þar sem við kveikjum lítinn varðeld og lýsum upp skammdegið. Hægt verður að ylja sér með heitu kakói á meðan Rán Flygenring les fyrir okkur úr glænýrri bók sinni, Blaka. Sagan er frekar fyndin, örlítið hryllileg og dálítið heimspekileg. Í svartasta skammdeginu undirbúa Vaka, Kókos og pabbi sig fyrir sólarlandaferð. Þau ætla að heimsækja vatnsrennibrautagarð, taka þátt í sandkastalakeppni og belgja sig út af ís. Pabbi ætlar líka í hárígræðslu. En þegar lítil og rammvillt leðurblaka þvælist inn fyrir borgarmörkin fjúka áform fjölskyldunnar út í veður og vind. Blaka er um allt það ókannaða, óþægilega og óstýriláta sem býr í myrkrinu.

Hittumst úti fyrir framan neðri inngang Gerðubergs og klæðum okkur eftir veðri.

Viðburður á Facebook

 

Nánari upplýsingar veitir:
Svanhildur Halla Haraldsdóttir, sérfræðingur
svanhildur.halla.haraldsdottir@reykjavik.is | 411-6170