Information about the event
Krílasögustund
Vissir þú að um leið og barnið þitt byrjar að halda höfði er tímabært að byrja að lesa fyrir það bækur? Það er því aldrei of snemmt að vekja áhuga barna á bókum og því fyrr sem við byrjum því líklegra er að við séum að móta lestrarhesta framtíðarinnar.
Verið velkomin á bókasafnið í sögustund ætlaða þeim allra yngstu. Í krílasögustund lesum við saman einfaldar myndabækur, leyfum börnunum að skoða, snerta og jafnvel smakka aðeins á bókunum.
Öll velkomin, kaffi á boðstólum fyrir fullorðna fólkið.
Viðburður á Facebook.
Krílasögustundir verða haldnar þriðja þriðjudag hvers mánaðar á Borgarbókasafninu í Úlfarsárdal.
Nánar um mikilvægi lestrar frá fyrstu tíð.
Nánari upplýsingar veitir:
Vala Björg Valsdóttir, sérfræðingur
vala.bjorg.valsdottir@reykjavik.is | 411 6270