Information about the event

Time
13:30 - 15:00
Price
Free
Target
Children
Children
Language

Kakó Lingua | Byggjum nýjan heim með legokubbum

Sunday October 23rd 2022

Á þessum Kakó Lingua viðburði könnum við leiðir til að hafa samskipti handan tungumálsins og byggjum saman nýjan heim úr legokubbum. Við leggjum áherslu á samsköpun og persónulega styrkleika á meðan við skemmtum okkur við að kubba.

Armando er ástríðufullur, fullorðinn leggobyggjari sem skrifaði grein um efnið fyrir nokkrum árum. Hann er einnig stjórnmálafræðingur sem stundar framhaldsnám við Háskóla Íslands. Armando talar og skilur ensku, portúgölsku, slóvensku og spænsku en lærir nú íslensku, samhliða því að bæta þýskuna sína.

 

Á Kakó Lingua viðburðum kynnum við hvert annað fyrir nýjum tungumálum í gegnum einföld og skemmtileg verkefni í hvetjandi og notalegu umhverfi.
Viðburðirnir eru allir á Borgarbókasafninu Kringlunni og þátttaka ókeypis.
Viðburðirnir eru fyrir börn á öllum aldri sem langar að læra ný orð á skemmtilegan hátt,en þau yngstu gætu þurft á hjálp fullorðinna að halda.
Seinast, en alls ekki síst, það er alltaf heitt kakó á boðstólnum.

Dagskrá Kakó Lingua - Haust 2022:
Sunnudagur 23.10 | Byggjum nýjan heim með legokubbum
Sunnudagur 30.10 | Heimspeki fyrir börn
Sunnudagur 13.11| Skapandi hreyfing á milli bókahillna
 

Frekari upplýsingar veitir:
Hildur Björgvinsdóttir, verkefnastjóri | viðburðir og fræðsla
hildur.bjorgvinsdottir@reykjavik.is