Information about the event
Fjölskyldumorgnar | Viltu vera memmm?
Það er gaman að hitta aðra foreldra/forsjáraðila með börnin sín, syngja saman, leika og læra.
Skráning er óþörf og öll velkomin en stundirnar eru hugsaðar fyrir fjölskyldur með ungabörn og börn á leikskólaaldri.
Heitt á könnunni.
Memmm eru félagasamtök sem vinna að fjölskylduvænna samfélagi. Þar vinna áhugasamir einstaklingar að því að skapa tækifæri fyrir fjölskyldur til að njóta samveru og gæðastunda á fjölbreyttan hátt.
Í samvinnu við Borgarbókasafnið býður Memmm upp á fjölskyldumorgna, opinn leikskóla Memmm Play, alla miðvikudaga kl. 10-14 á neðri hæðinni í Gerðubergi.
Komdu og vertu Memmm!
Allir fjölskyldumorgnar á Borgarbókasafninu
Fyrir nánari upplýsingar:
Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri í Gerðubergi.
ilmur.dogg.gisladottir@reykjavik.is | 411 6170