Information about the event
Útgáfuhóf | Helen Cova - Ljóð fyrir klofið hjarta
Í tilefni af útgáfu Ljóð fyrir klofið hjarta fyrstu ljóðabókar Helen Cova býður höfundur til útgáfuhófs í Grófinni. Helen les upp valin ljóð fyrir viðstadda. Hægt verður að kaupa ljóðabókina á staðnum og fá áritað eintak beint frá höfundi. Öll velkomin. Léttar veitingar í boði.
Um bókina
„Ljóð fyrir klofið hjarta fer með þig í innilegt ferðalag um landslag tilfinninga og endurómar hvísl tveggja heima höfundar. Ljóð Helen Cova blanda fallega saman Íslandi og Venesúela og skapa einstakan samruna sem fagnar bakgrunni skáldsins - hennar fyrsta heimilis og núverandi heimkynna. Þema tvíeðlis er fléttað í gegnum ljóðin og sýnir hversu flókin sjálfsmynd höfundarins er. Ljóðin endurspegla könnun andstæðna – vetrar og sumars, ljóss og myrkurs, hlýju og kulda – innri baráttu og sigra sálar sem er klofin á milli tveggja heima.“
Um höfundinn
Helen Cova er rithöfundur og núverandi forseti Ós Pressunnar. Fyrsta barnabók hennar, Snúlla finnst gott að vera einn kom út árið 2019 á íslensku, ensku og spænsku. Önnur bók hennar, smásagnasafn fyrir fullorðna Sjálfsát: Að éta sjálfan sig kom út árið 2020 á íslensku og ensku. Þriðja bókin Helen, önnur barnabók hennar, var gefin út af Karíba í október 2022 og ber heitið Snúlla finnst erfitt að segja nei. Helen gefur út fyrir þessi jól nýja barnabók Svona tala ég.
Umsjón: Helen Cova, helencovabooks@gmail.com
Rými fyrir höfunda | Rithöfundar og skáld sem eru að gefa út bók og hafa áhuga á að standa fyrir kynningu á nýju verki og/eða eldri verkum sínum geta pantað rými á Borgarbókasafninu sér að kostnaðarlausu. Hér er hægt að bóka