
Sjálfstætt fólk er saga einyrkjans Bjarts í Sumarhúsum sem berst harðri baráttu við sjálfan sig, fjölskyldu sína, valdhafana og jafnvel höfuðskepnurnar. Þessi stórbrotna saga er að áliti fjölmargra hátindurinn í íslenskum skáldskap á nýliðinni öld. Þótt Bjartur sé Íslendingur í húð og hár er saga hans sammannleg, líkt og vinsældir bókarinnar víða um lönd hafa sýnt. Sjálfstætt fólk er nú gefin út í tveimur bindum, líkt og í frumútgáfunni 193435. (Heimild: Bókatíðindi)
Subjects
Íslenskar bókmenntir Skáldsögur