Með Kristnihaldi undir Jökli kom Halldór Laxness enn á óvart og mörgum þótti hann hafa hleypt nýju blóði í íslenska skáldsagnagerð. Persónur sögunnar eru löngu orðnar góðkunningjar þjóðarinnar, enda furðulegar og eftirminnilegar í senn. Kristnihaldið er síungt verk, margrætt og ekki síst bráðfyndið. Leikgerð sögunnar er nú á fjölum Borgarleikhússins. (Heimild: Bókatíðindi)
Subjects
Íslenskar bókmenntir Skáldsögur