Hvernig verðum við sjálfbærari? | Opið samtal

Við leitum að samstarfsaðilum sem styðja okkur sem samfélag í að verða sjálfbærari. Lumar þú á húsráði sem gæti hjálpað öðrum í að draga úr sóun?

Við viljum auka aðgengi að deilihagkerfum og hvernig við getum þróað mismunandi hringrásarútgáfur í anda bókasafna til að stuðla að sjálfbæru samfélagi.  Síðasta vetur hittum við Stefán Örn Snæbjörnsson frá Ungum umhverfissinnum, Maarit KaipainenLiza Mazzocchi and Shruthi Basappat til ræða hvernig bókasafnið gæti verið nýtt til að styðja þessa þróun. Þau beita öll þekkingu á sjálfbærni og umhverfisvænum leiðum í sínu starfsumhverfi sem er innan menntageirans, byggingarlistar og sprotastarfi ungra fyrirtækja. Þau eiga það allt sameiginlegt að hugsa gagnrýnið um samfélagsþróunina þegar kemur að sóun og út fyrir kapítalíska boxið. Eitt dæmi er Frískápur sem vinnur gegn matarsóun ásamt fría súpermarkaðsins í Andrými.  

Upp úr samtalinu spratt hugmynd um að þróa viðburðaröð á bókasafninu, þar sem við deilum ráðum gegn sóun og að tileinka okkur sjálfbærara neyslumynstur. Nú leitum við að hugmyndum frá borgarbúum um heimilisráð gegn sóun.
Í Opnu samtali laugardaginn 18. febrúar ætlum við að hjálpast að með því að skiptast á sniðugum ráðum.  

Þátttakendum býðst í lok viðburðar að skrá eigin viðburð gegn sóun í menningardagskrá bókasafnsins og verða samstarfsaðilar bókasafnsins sem styðja okkur í að þróa sjálfbærara samfélag. 

Viltu vita meira um Opið samtal? Þetta er vettvangur fyrir heiðarleg og opin samskipti. Hér könnum við ólík samræðuform og í sameiningu lærum við nýjar leiðir til að ræða málefni sem standa okkur nærri.   

Frekar upplýsingar 
Dögg Sigmarsdóttir 
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka 
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is 

Category
UpdatedWednesday November 8th 2023, 13:22