Að stofna frjáls félagasamtök | Opið samtal

Derya Oezdilek kynnti og ræddi aðdraganda að stofnun samtakanna Horizon. Samtökin hafa nú starfað í tíu ár. Verkefni Horizon eru fjölbreytt og hafa það að markmiði að stuðla að samtali og uppbyggilegri vinnu sem tengir fólk þvert á trúarsamfélög og samfélagshópa á Íslandi. Derya talaði um líf í stjórnum samtaka, fjáröflun og hvernig þau vinna með sjálfboðaliðum í verkefnum eins og Pangea. Hér eru nokkur góð ráð frá henni varðandi stofnun samtaka og hvernig má halda lífi í  þeim.

Fyrsta og mikilvægasta skrefið er að hafa sameiginlega sýn - vita hvers vegna maður vill stofna félag með öðrum. Síðan er að komast að því hver ástríða fólks er. Félagsmenn og sjálfboðaliðar eru tilbúnir að styðja við sameiginleg markmiðið félagsins, ef þeir fá tækifæri til að gera það sem þeir eru góðir í og gaman af að sinna. Ef ykkur tekst að skapa slíkan vettvang, þá eru öll önnur atriðið eins og fjáröflun og annað bara einföld mál sem hægt er að leysa. Og ekki vera hrædd við að hringja beint í fólk eða stofnanir sem gæti stutt við verkefnin. Það er oft auðveldara að fá stuðning en maður heldur, ef fólk veit að hverju maður stefnir og hvernig það getur stutt við markmið.

Við þökkum kærlega fyrir samtalið og vísum á heimasíðu Skattsins til að nálgast upplýsingar um skráningar nýrra samtaka: Félagasamtök og önnur félög

Áhugasömum sem langar að prófa sig áfram með eigin verkefnahugmyndir á vettvangi bókasafnsins ef velkomið að hafa samband. Bókasafnið er opið fyrir nýjum hugmyndum. Við bjóðum reglulega í opið samtal um hvernig bókasafnið gæti nýst sem vettvangur félagslegrar nýsköpunar.

Opið samtal, hvað er það? Umræðuvettvangur um málefni tengd réttindum, aðgengi og þátttöku í samfélaginu.

Frekari upplýsingar
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is

Category
UpdatedWednesday November 8th 2023, 14:44