Uppskera - Menningarhátíð fatlaðra 2025
Uppskera - Menningarhátíð fatlaðra 8. febrúar - 8. mars 2025

Uppskera - menningarhátíð fatlaðra | Fjölbreyttur bókakostur og viðburðir

Tilefni hátíðarinnar Uppskeru er 20 ára afmæli fötlunarfræða við Háskóla Íslands. Hátíðinni er ætlað að vekja athygli á framlagi fræðafólks, samtaka fatlaðs fólks og fatlaðs listafólks til íslenskrar menningar.

Við vekjum athygli á úrvali bóka af ýmsu tagi sem snerta eða fjalla um fötlun á einhvern hátt og hægt er að fá að láni hjá Borgarbókasafninu. Sérstakar útstillingar verða á söfnunum okkar og hér fyrir neðan má sjá brot af því sem í boði er.
 

Viðburðir sem í boði eru á Borgarbókasafninu í tilefni hátíðarinnar:

Sýning | Sögur
Borgarbókasafnið Gerðubergi
8. febrúar – 8. mars

Sýning | Gleðin að gera og vera
Borgarbókasafnið Spönginni
12. febrúar - 1. mars

Fræðakaffi | Auðlesið mál
Borgarbókasafnið Spönginni
17. febrúar kl. 16:30 – 17:30

Lykilviðburðir hátíðarinnar verða tveir, málþing í Háskóla Íslands 21. febrúar og menningarhátíð í Hörpu 22. febrúar. Auk þess verða viðburðir víðs vegar um borgina þar sem gestum gefst tækifæri á að njóta listsköpunar fatlaðs fólks. Í boði verður myndlistasýning, kvikmyndasýning, bókmenntakvöld, gjörningakvöld, ljóðakvöld, smiðjur auk viðburða á söfnum borgarinnar.

Dagskráin verður aðgengileg á auðlesnu máli og allir viðburðir táknmálstúlkaðir. Í Hörpu verður rittúlkun á ensku og sjónlýsing á íslensku og ensku. Hátíðin er öllum opin að kostnaðarlausu.

Verið öll velkomin á Uppskeru!
 

Nánari upplýsingar veita:

Margrét M. Norðdahl, listrænn stjórnandi
mnorddahl@gmail.com

Guðrún Dís Jónatansdóttir, deildarstjóri
gudrun.dis.jonatansdottir@reykjavik.is | 411 6115

Materials