Söguhornið
Langar þig að halda sögustund á þínu tungumáli?
Þú velur sögurnar, tungumálið, bókasafnið og tímasetningu og býður þeim sem þú vilt að koma og eiga notalega stund saman á bókasafninu. Sögustundirnar fara fram í opnum rými svo kannski munu aðrir áhugasamir gestir á safninu tilla sér og hlusta, en það er jú akkúrat eins og bókasafnið á að vera, öll velkomin í notalegu og vinalegu umhverfi. Safnið á bækur á fjölmörgum tungumálum en einnig er að sjálfsögðu í boði að koma með sínar eigin bækur. Hafðu í huga að sögurnar sem þú velur verða að vera við hæfi barna og mega ekki innihalda ofbeldi, kynferðislega gróft efni, kynþáttafordóma, kynjamismunun, ablisma eða mismunun í nokkru formi.
Ef þú bókar tímanlega munum við gera okkar besta til að finna til bækur á þínu tungumáli og stilla upp fyrir sögustundina.
Þú getur aðstoðað okkur við að gera bókakost safnins enn fjölbreyttari með því að senda okkur innkaupatillögu - bækurnar mega vera á hvaða tungumáli sem er.
Smelltu á bókunarhnappinn hér fyrir neðan og veldu það safn sem þig langar til að halda þína sögustund.
Starfsfólk Borgarbókasafnsins hlakkar til að aðstoða þig við að gera sögustundina þína sem notalegasta!
Frekari upplýsingar
Martyna Karolina Daniel, sérfræðingur fjölmenningarmála
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is