Information about the event

Time
All day
Price
Free
Target
Everyone
Language
-
Exhibitions

Sýning | Hjartslættir

Saturday October 12th 2024 - Saturday January 4th 2025

Hjörtu eru rauði þráðurinn í þessari sýningu.

Hjartans mál eru stóru málin en líka lítil augnablik milli ástvina. Hjörtu eru rómantísk en geta líka verið hrollvekjandi. Hjörtu tákna ástina en líka líf og dauða. Hjörtu slá í takt, hjúkrunarfræðingur mælir blóðþrýstinginn og hjartaknúsarinn gefur þér bangsa á valentínusardaginn.

Sýningin er hluti af listahátíðinni List án landamæra en listahátíðin beinir sviðsljósi að fötluðu listafólki, til þess að auka sýnileika þess, fjölbreytileika og skapa tengsl í íslensku menningarlífi. 

 

SÝNENDUR

Vigdís Sigurlaug Kjartansdóttir

Jóna Lára Ármannsdóttir

Þorbjörg Ester Finnsdóttir

Ásta Olsen

Ingiríður Halldórsdóttir

Pálína Erlendsdóttir

 

AÐGENGI:

Aðgengi er GRÆNT. Sýningin er á jarðhæð, það er engir þröskuldar við innganginn, það er aðgengilegt salerni á jarðhæðinni og lyfta upp á aðra hæð. Það er blátt bílastæði við innganginn.
Sjá nánari upplýsingar um aðgengi.

 

Viðburðurinn á facebook

 

Nánari upplýsingar veitir:
Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri í Borgarbókasafninu Gerðubergi
ilmur.dogg.gisladottir@reykjavik.is | 411 6170