Information about the event
Time
08:00
Price
Free
Library
Target
Everyone
Language
íslenska og enska
Past Events
Fríbúð | Skiptumst á hrekkjavökubúningum
Monday October 21st 2024 - Friday October 25th 2024
Hrekkjavakan er handan við hornið og því er tilvalið að koma með gamla grímubúninga og skipta út fyrir “nýja” í Fríbúðinni.
Í Fríbúðinni verður sett upp fataslá þar sem hægt verður að hengja upp gamla búninga. Það má taka sér búning án þess að koma með annan í staðinn og eins má koma með búninga án þess að taka aðra af slánni.
Í Fríbúðinni í Gerðubergi eru allir hlutir ókeypis. Þangað getur þú komið þegar þig vantar eitthvað eða þegar þú vilt gefa frá þér hluti sem þú þarft ekki lengur.
Viðburðurinn á facebook
Fríbúðin á instagram: @fribudin_gerdubergi
Kynnið ykkur heildardagskrá Borgarbókasafnsins í haustfríinu!
Nánari upplýsingar veitir:
Svanhildur Halla Haraldsdóttir, sérfræðingur
svanhildur.halla.haraldsdottir@reykjavik.is | 411 6170