Information about the event

Time
08:00
Price
Free
Target
Everyone
Language
-
Markets

FRÍBÚÐ | Skiptumst á sparifötum

Monday November 24th 2025 - Tuesday December 23rd 2025

Vantar þig ný spariföt eða ertu með fullan fataskáp af fallegum flíkum sem þú ert ekki lengur að nota?

Kíktu við í Fríbúðinni þar sem hægt verður að skiptast á spari- og hátíðarfötum í desember.  

Reglur fatamarkaðarins eru eftirfarandi:

  • Öll föt skulu vera hrein og í nothæfu ástandi
  • Hengið föt á herðartré eða raðið snyrtilega á borðið
  • Föt mega eingöngu fara á afmarkað rými innan Fríbúðarinnar
  • Sýnum hvert öðru virðingu
  • Göngum vel um

Sett verður upp tímabundin fataslá í Fríbúðinni þar sem hægt er að hengja upp spariföt, hátíðarpeysur, hálstau og fleira fínt. Það sem einn hefur ekki lengur not fyrir getur verið algjör happafengur fyrir annan.

Viltu vita meira um Fríbúðina?

Viðburðurinn á facebook

Fylgdu Fríbúðinni á Instagram!

 

Nánari upplýsingar veitir:
Atli Pálsson, sérfræðingur
atli.palsson@reykjavik.is | 411-6175