Guðrún Helga Halldórsdóttir við kirsuberjatré og logo ritfangaverslunarinnar Nakano
Guðrún Helga Halldórsdóttir | Nakano

Information about the event

Time
17:00 - 19:00
Price
Free
Target
Everyone
Language
Íslenska
Learning
Arts & Crafts
Talks & discussions

Dagbókarskrif undir japönskum áhrifum | Guðrún í Nakano

Thursday September 11th 2025

Komdu og taktu þátt í skapandi viðburði þar sem dagbókarskrif verða í aðalhlutverki.

Viðburðahaldarinn, Guðrún Helga Halldórsdóttir, býr hluta ársins í Kyoto í Japan þar sem hún þeysist um hin ýmsu hverfi borgarinnar í leit að nýjum hversdagslegum ævintýrum í dagbókina sína. En maðurinn hennar kennir við háskóla í Japan og því býr litla fjölskyldan í tveimur löndum með æðruleysið að vopni! Á Íslandi rekur hún litla ritfangaverslun, Nakano, sem er vel falin baka til á Grensásvegi 16. Búðin er ekki hefðbundin búð því Guðrún byggir á verslunina á þeim sögum og hlutum sem hún hefur sankað að sér í gegnum árin sín í Japan. Hún trúir því að dagbókarskrif geti verið lykilinn af því að finna gleðina í daglegu lífi, lítið tæki til að taka eftir litlu hlutunum í lífinu sem svo oft gleymast og staðurinn til að sleppa sköpunargleðinni.


Guðrún mun leiða gesti í gegnum fjölbreyttar aðferðir við dagbókarskrif og sýna mismunandi gerðir bóka og fylgihluta – svo sem penna, stimpla, límmiða, myndir og úrklippur. Hún deilir sinni eigin reynslu af dagbókarskrifum, tengingunni við Japan og verslunina sína, Nakano, sem selur meðal annars japanskar vörur eins og dagbækur, skrifvörur og ýmis konar skreytingarefni.

 

Gestir eru hvattir til að koma með sínar eigin bækur og fá tækifæri til að spreyta sig, skrifa niður hugmyndir, prófa ýmis verkfæri og efnivið sem Guðrún kemur með á staðinn.

Viðburðurinn fer fram í salnum, Miðdal, þar sem hægt verður að sitja við borð, fá sér kaffi og fylgjast með kynningunni á skjá.

 

Öll velkomin!

Kostar ekkert og engin skráning.

 

Viðburður á Facebook.

 

Nánari upplýsingar veitir:
Stella Sif Jónsdóttir | Viðburðir
stella.sif.jonsdottir@reykjavik.is | 411 6270