Information about the event
Fríbúð | Umbreytum gömlum spilum
Ef það vantar nokkra hluti í spilið er það þá ónýtt?
Áttu gömul eða óspilanleg borðspil sem liggja óhreyfð? Í þessari smiðju færðu tækifæri til að endurhugsa, umbreyta og endurnýta borðspil.
Leiðbeinandi smiðjunnar, Embla Vigfúsdóttir, leikjahönnuður hefur einstaka þekkingu á borðspilum og undir hennar leiðsögn munum við gefa gömlum spilum nýtt líf og læra í leiðinni grundvallaratriði spilahönnunar.
Við hvetjum þátttakendur til að koma með óspilanleg spil en annars verður fullt af efnivið og borðspilum í boði á staðnum til að breyta í „ný“ og spennandi spil.
Það er takmarkað pláss í boði, svo það er um að gera að skrá sig tímanlega hér neðar á síðunni.
Viltu vita meira um Fríbúðina?
Nánari upplýsingar veitir:
Atli Pálsson, sérfræðingur
atli.palsson@reykjavik.is | 411-6175