Bókmenntaumfjöllun

Á öllum söfnum Borgarbókasafnsins finnur þú lestrarinnblástur, þar sem starfsmenn stilla reglulega út áhugaverðum bókum. Hér á síðunni undir "Starfið á safninu" er sömuleiðis að finna drjúgan hugmyndabanka fyrir lesendur í formi umfjöllunar, leslista og hlekkja á áhugavert efni.

Starfsmenn safnsins eru hafsjór fróðleiks um bækurnar sem þeir umgangast daglega og veita gestum safnsins fúslega ráðgjöf um bókakostinn. Hér fyrir neðan mæla starfsmenn safnsins með bókum, myndum og tónlist sem finna má í hirslum okkar. Góðan lestur, áhorf og hlustun!