Velkomin á bókasafnið

Kíktu í heimsókn!

Bókasafnið býður upp á fjölbreyttan safnkost. Huggulegt er að lesa dagblöðin og nýjustu tímaritin yfir rjúkandi kaffibolla við fallegu gluggana á jarðhæðinni. Þér er velkomið að nýta aðstöðuna á bókasafninu eins og þú vilt – til að dvelja, hitta aðra eða halda viðburð. Sýningarhaldið í Spönginni er blómlegt og við bjóðum að auki upp á spennandi viðburðadagskrá fyrir alla aldurshópa; tónleika, fyrirlestra, smiðjur og ýmislegt fleira!

Barnadeildin í bókasafninu Spönginni býður úrval barnabóka á íslensku, ensku og pólsku. Barnabækur á fleiri tungumálum má finna á öðrum söfnum okkar eða senda á milli safna, hér má finna yfirlit þeirra tungumála sem finnast í barnadeildum safnanna.

Staðsetning og samgöngur

Við erum til húsa í fallegu og björtu húsnæði í Spönginni 41 í Grafarvogi, í næsta nágrenni við ýmiss konar verslun og þjónustu. Hvetjum öll, sem eiga þess kost, að taka strætó. Sjá nánar á vefsíðu Strætó

Katrín Guðmundsdóttir er deildarstjóri í Borgarbókasafninu Spönginni:
katrin.gudmundsdottir@reykjavik.is

Borgarbókasafnið | Menningarhús Spönginni
Spönginni 41, 112 Reykjavík
spongin@borgarbokasafn.is | s. 411 6230