Lesrými og salaleiga í Spönginni

Þarftu að læra í ró og friði?

Á efri hæðinni er að finna tvö les- og hópavinnuherbergi  sem hægt er að bóka án endurgjalds.
Innra herbergi: stærð: 19 fm2 | 10-15 manns við borð. Gólfflötur: 320 x 605 cm. Lofthæð: 330 cm. Skjár á vegg, sem hægt er að tengja við tölvu.
Fremra herbergi: stærð: 18 fm2 | 8-12 manns við borð. Gólfflötur: 313 x 605 cm. Lofthæð: 330 cm.

Vinsamlegast bókið tíma í afgreiðslu, á netfanginu spongin@borgarbokasafn.is eða í síma 411 6230.

Les og hópavinnuherbergi - Hægt er að raða borðum og stólum hvort sem er fyrir hópavinnu, fundi eða til að læra í friði.

 

Sýningar- og viðburðahald í Spönginni

Listamenn geta lagt inn umsókn um sýningar eða umsókn um viðburðahald. Hægt er að bóka hér á heimasíðunni eða hlaða niður eyðublaðinu og senda í tölvupósti ásamt fylgigögnum. Sýningarteymi Borgarbókasafnsins fundar reglulega til að fara yfir og svara umsóknum sem berast. Sýningarteymið áskilur sér rétt til að leggja línur og móta sýningarhald Borgarbókasafnsins út frá áherslum í viðburðadagskrá á hverjum tíma og velur úr umsóknum í samræmi við þær.
Í Spönginni er sýningarrýmið Sjónarhóll á neðri hæð en einnig er möguleiki að setja upp minni sýningar á efri hæð og víðar í safninu.

Sjónarhóll
Stærð: U.þ.b. 43 m2 
Gólfflötur: 720x600cm. Lofthæð:  265cm. Upphengirennur eru á veggjum við loft. 


Salurinn hentar vel fyrir námskeið, fundi og minni viðburði. Í salnum er jafnframt boðið upp á myndlistarsýningar.

Stærð: U.þ.b. 43 m2 | 10-20 manns við borð – „bíó“- uppstilling 40 manns
Tæknibúnaður: Skjávarpi. Hægt að fá lánað hljóðkerfi. 
Gólfflötur: 720x600cm. Lofthæð:  265cm
Virka daga, 1/2 dagur: kr. 15.500
Virka daga, heill dagur: kr. 21.000
Laugardagur: kr. 24.000
Kaffi per gest: kr. 300 

Sjá yfirlit yfir aðstöðu í öllum menningarhúsum Borgarbókasafnsins.

 

Nánari upplýsingar veitir Katrín Guðmundsdóttir, deildarstjóri í menningarhúsinu Spönginni, katrin.gudmundsdottir@reykjavik.is.

Við sendum staðfestingu á fyrirspurninni á þetta netfang.
Hér er hægt að velja fleiri en einn valmöguleika.