Aðstaða í Sólheimum

Lítið og notalegt

Þrátt fyrir lítið rými er safnkosturinn afar fjölbreyttur. Ókeypis aðgengi er að tölvum auk þess sem hægt er að koma sér vel fyrir og lesa dagblöð, tímarit eða annað efni. Notendur geta fengið að ljósrita, prenta eða skanna gögn gegn vægu gjaldi.

Og hjá okkur er alltaf heitt á könnunni! 

Barnadeildin er lítil og notaleg og alltaf gott að kíkja í heimsókn þangað, þar eru í boði bækur, blöð, spil og kvikmyndir fyrir alla aldurshópa.
Sjá upplýsingar um aðstöðu í öllum menningarhúsum Borgarbókasafnsins.

Nánari upplýsingar veitir Guðríður Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri, gudridur.sigurbjornsdottir@reykjavik.is.