Bækur fyrir 5-13 ára

Vantar þig hugmyndir að bókum til að lesa?

Ef þú hefur gaman af spennusögum, íþróttabókum, vísindaskáldsögum, hrollvekjum eða ástarsögum - þá getum við barna- og unglingabókaverðirnir örugglega hjálpað! Við höfum nefninlega búið til allskonar bókalista, flokkaða eftir umfjöllunarefni, til að hjálpa ykkur að uppgötva fullt af frábærum bókum og höfundum.

Barn að lesa úti í snjónum

 

Spenna í skammdeginu

Hér eru nokkrar spennusögur sem gerast um kaldan, myrkan vetur. Fullkomin lesning í lok jóla og í byrjun nýs árs. 

Drama

Bækur í þessum flokki geta fjallað um dramatíska lífsreynslu og stundum erfiða. Þær geta fjallað um ástvinamissi, söknuð, eða breytingar sem varpa lífinu á hvolf. 

Leslisti | Fyrir langa langa löngu

Fyrir langa, langa löngu

Fyrir langa, langa löngu. Þessar bækur fjalla um það sem gerðist í gamla, gamla, gamla daga. 

Fantasíur leslisti

Fantasíur

Í fantasíum getur allt gerst. Oft gerast þær í umhverfi sem er ekki til og atburðir sem geta alls ekki gerst, gerast. Og hvað gerist þá? 

Grín leslisti

Grín

Það er fátt betra en gott hláturskast! Bókum af þessu tagi ætlað að kitla hláturtaugarnar. 

Leðurblaka

Hrollvekjur

Langar þig að lesa eitthvað sem fá hárin til að rísa? Þessar hrollvekjur eru bara fyrir þá hugrökkustu… Þorir þú? 

Íþróttir

Íþróttir

Keppnisskap, þrautseigja, samstaða, liðsheild, tap og sigur! Íþóttir eru eins og lífið, allt getur gerst.

Kærleikur

Kærleikur

Bækurnar hér að neðan eiga það sameiginlegt að fjalla allar á einhvern hátt um ástina, kærleikann og allan tilfinningaskalann sem fylgir því að vera skotinn í einhverjum.

Spennusögur

Í þessum flokki eiga glæpasögur heima en líka bækur sem eru það spennandi að það er ómögulegt að leggja þær frá sér.

Jólabækur fyrir 5-13 ára

Jólabækur

Þegar eftirvæntingin eftir jólunum stigmagnast og spenningurinn er orðinn gríðarlegur, þá er fátt betra en að gleyma sér aðeins í góðri jólabók.