Eins og margir vita fara sumarólympíuleikarnir fram í Rio de Janeiro  í Brasilíu dagana 5. – 21. ágúst. Hér í Kamesinu á 5. hæð Borgarbókasafnsins Grófinni verður sýnt frá leikunum á opnunartíma safnsins. Verið hjartanlega velkomin í Kamesið og fylgist með þeim spennandi viðburðum sem framundan eru á Ólympíuleikunum. 
Hér má sjá dagskrána

 

Merki Ólympíuleikanna í Ríó 2016.

Verið öll velkomin á nýtt og betra Borgarbókasafn í Kringlunni! Við opnuðum dyrnar í morgun eftir 6 vikna viðgerðalokun og gætum ekki verið ánægðari með hvernig til tókst. Tölvumálin fara hægt af stað og ekki eru allar bækurnar eru komnar á sinn stað en það er heitt á könnunni og við hlökkum til að hitta alla (aftur) Sjáumst!
 

Opnun í Kringlunni 2. ágúst 2016

Um þessar mundir stendur yfir glæpasagnagetraun í Borgarbókasafninu Spönginni. Það eina sem þú þarft að gera er að svara átta spurningum um efni nokkurra vinsælla norrænna glæpasagna. Svörin við spurningunum er að finna í sérstakri glæpasagnahillu sem sett hefur verið upp á efri hæð safnsins. 

Nokkrir heppnir lesendur fá verðlaun í lok sumars þegar dregið verður úr réttum lausnum. Kíktu á safnið og taktu þátt í getrauninni. 

 

 

Þessa dagana stendur yfir glæpasagnagetraun í Spönginni

að þú leigir þér listaverk í Artótekinu í Grófinni.

Á Bókmenntavefnum er lifandi umfjöllun um nýjar bækur

Menningarkorti Reykjavíkur. Árskort í helstu söfn borgarinnar - menningarkort.is

Leshringurinn konu- og karlabækur
01 okt

að þú leigir þér listaverk í Artótekinu í Grófinni.

að líta við í Höfðingja, bókabílnum okkar sem keyrir um alla borg með bækur.

að heimsækja Borgarbókasafnið í Kringlunni eftir verslunarferð í Kringluna.