Lokað verður í Borgarbókasafninu Kringlunni vegna viðhalds dagana 20. júní til og með 1. ágúst. Bókabíllinn Höfðingi er á ferðinni í júní en fer svo í frí í júlí og ágúst eins og undanfarin ár. Kynntu þér áætlun Höfðinga hér.

Önnur söfn Borgarbókasafns verða opin samkvæmt afgreiðslutíma. 

Borgarbókasafnið Kringlunni

Dagana 20. júní – 22. júlí verður markaðstorg Borgarbókasafnsins í Grófinni. Komdu í heimsókn, kíktu á úrvalið og gerðu reyfarakaup fyrir sumarið. Hægt verður að kaupa bækur, geisladiska og DVD-diska auk þess sem bækur frá Borgarskjalasafni verða til sölu. Þú færð eina bók á 100 krónur og heilt kíló á einungis 200 kr. Gleðilegt sumar!

Það kennir ýmissa grasa á markaðstorginu í Grófinni.

Óskar Guðmundsson er handhafi Blóðdropans, íslensku glæpasagnaverðlaunanna, í ár. Verðlaunaafhending fór fram á Borgarbókasafninu í Grófinni síðastliðinn föstudag. Verðlaunin voru fyrst afhent árið 2007 og er handhafi Blóðdropans fulltrúi Íslands til Glerlykilsins, Norrænu glæpasagnaverðlaunanna. Óskar hlýtur verðlaunin fyrir glæpasöguna Hilmu, sem er hans fyrsta bók. 

 

Óskar Guðmundsson tekur við Blóðdropanum

að þú leigir þér listaverk í Artótekinu í Grófinni.

Á Bókmenntavefnum er lifandi umfjöllun um nýjar bækur

Menningarkorti Reykjavíkur. Árskort í helstu söfn borgarinnar - menningarkort.is

Leshringurinn konu- og karlabækur
01 okt

að þú leigir þér listaverk í Artótekinu í Grófinni.

að líta við í Höfðingja, bókabílnum okkar sem keyrir um alla borg með bækur.

að heimsækja Borgarbókasafnið í Kringlunni eftir verslunarferð í Kringluna.