Það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum að þessa dagana stendur tónlistarhátíðin Iceland Airwaves yfir. Um alla borg stíga tónlistarmenn á svið og það er vart til sá staður þar sem ekki er möguleiki á að koma upp sviði sem ekki er nýttur til tónlistarflutnings. Við á Borgarbókasafninu hlökkum að sjálfsögðu til hátíðarinnar og ekki síst að hlusta á þá tónlistarmenn sem ætla að troða upp hjá okkur meðan á hátíðinni stendur.  

Borgarbókasafnið Kringlunni á 15 ára afmæli um þessar mundir en það opnaði í Kringlunni 27. október 2001. Af því tilefni verður gestum boðið upp á kransaköku, konfekt og kaffi dagana 28.-30. október. Komið og  fagnið með okkur!

Blöðrur

Tónlistarsöfnin Naxos Music Library, Naxos Music Library World og Naxos Video Library eru nú aðgengileg lánþegum Borgarbókasafnsins til streymis í gegnum netið. Til að fá aðgang að söfnunum þarf viðkomandi að eiga bókasafnsskírteini frá Borgarbókasafni Reykjavíkur.

streymi, tónlistarstreymi, naxos

að þú leigir þér listaverk í Artótekinu í Grófinni.

Á Bókmenntavefnum er lifandi umfjöllun um nýjar bækur

Menningarkorti Reykjavíkur. Árskort í helstu söfn borgarinnar - menningarkort.is

Leshringurinn konu- og karlabækur
01 okt

að þú leigir þér listaverk í Artótekinu í Grófinni.

að líta við í Höfðingja, bókabílnum okkar sem keyrir um alla borg með bækur.

að heimsækja Borgarbókasafnið í Kringlunni eftir verslunarferð í Kringluna.