Bókaverðlaun barnanna voru veitt við hátíðlega athöfn á sumardaginn fyrsta í Borgarbókasafninu í Grófinni. Bókin Mamma Klikk eftir Gunnar Helgason fékk afgerandi kosningu sem vinsælasta frumsamda barnabókin.

Snorri Páll Sigurgeirsson nemandi í 1. bekk í Ingunnarskóla var einn af þeim heppnu sem fékk viðurkenningu fyrir þátttöku í kosningunni. Viðurkenningin sem Snorri hlaut var heimsókn Gunnars í bekkinn sinn og var sú heimsókn í gær.

Gunnar Helgason og nemendur í Ingunnarskóla

Næsti félagsfundur verður haldinn föstudaginn 6. maí og verður kvæðalagaæfingin miðvikudagskvöldið þar á undan, þann 4. maí. Steindór Andersen ætlar að segja frá Sveinbirni Beinteinssyni, meðal annars tengslum hans við Iðunni. Hann mun líka kveða vísur og kvæði eftir hann. 

Kvæðamannafélagið Iðunn

Nú er vor í lofti með tilheyrandi frídögum.
Öll menningarhús Borgarbókasafnsins verða lokuð sunnudaginn 1. maí og á Uppstigningardag, fimmtudaginn 5. maí.

Með vorkveðju
Starfsfólk Borgarbókasafnsins

 

að þú leigir þér listaverk í Artótekinu í Grófinni.

Á Bókmenntavefnum er lifandi umfjöllun um nýjar bækur

Menningarkorti Reykjavíkur. Árskort í helstu söfn borgarinnar - menningarkort.is

Leshringurinn konu- og karlabækur
01 okt

að þú leigir þér listaverk í Artótekinu í Grófinni.

að líta við í Höfðingja, bókabílnum okkar sem keyrir um alla borg með bækur.

að heimsækja Borgarbókasafnið í Kringlunni eftir verslunarferð í Kringluna.