Fiktdagar í Grófinni

Um þennan viðburð

Tími
15:00 - 18:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Aldur
13+
Skapandi tækni

Verkstæðin | Fiktdagar - opnir aðstoðartímar í Grófinni

Miðvikudagur 14. desember 2022

Langar þig að læra að breyta myndum í photoshop, klippa myndband eða semja og taka upp þína eigin tónlist? 

Komdu á Fiktdaga - opna aðstoðartíma á Verkstæðinu í Grófinni, þar sem starfsmaður kennir þér á græjurnar og forritin og aðstoðar þig við að komast af stað ef þú ert með ákveðið verkefni í huga. 

Verkstæðið er fullbúið iMac tölvum og midi hljómborðum, með tónlistarforritum á borð við Ableton Live, GarageBand, Logic Pro X og Reaper. Fyrir þau sem hafa áhuga á margmiðlun er aðgangur að Adobe Creative Suite og Final Cut Pro fyrir ýmiskonar myndvinnslu og hönnun.

Opnu aðstoðartímarnir eru í boði alla miðvikudaga kl. 15 - 18 á Verkstæðinu í Grófinni, þeir eru ókeypis, opnir öllum og engin skráning. Engrar fyrirfram þekkingar krafist, bara mæta og prófa!
Aðstoðartímarnir í Grófinni eru fyrir 13 ára og eldri en yngri velkomin í fylgd með fullorðnum
 

Ef þú kannt á forritin og græjurnar á Verkstæðinu en vantar bara aðstöðuna til að skapa geturðu alltaf bókað rýmið utan opnu aðstoðartímanna. Hér getur þú skoðað græjurnar sem í boði eru og bókað tíma þegar þér hentar

Allt um Verkstæði Borgarbókasafnsins. 
Viðburður á Facebook


Fyrir frekari upplýsingar:
Karl James Pestka | verkefnastjóri Verkstæða
karl.james.pestka@reykjavik.is