
Um þennan viðburð
Jazz í hádeginu I Lögin hans Fúsa
Fim. 08.09.22 kl. 12:15-13:00 Grófin
Fös. 09.09.22 kl. 12:15-13:00 Gerðuberg
Lau. 10.09.22 kl. 13:15-14:00 Spöngin
Sigfús Halldórsson er einn af okkar ástsælustu dægurlagahöfundum. Lögin hans Fúsa verða sungin í jazzaðri túlkun á ljúfri hádegisstund í flutningi Kjalars Martinssonar Kollmar.
Aðrir flytjendur á tónleikunum eru Sunna Gunnlaugsdóttir á píanó, Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir á slagverk og Leifur Gunnarsson á kontrabassa.
Jazz í hádeginu er tónleikaröð sem hefur fest sig í sessi á Borgarbókasafninu en markmið hennar er að færa jazztónlistina út í hverfi borgarinnar svo fólk geti notið hennar í nærumhverfinu.
Listræn stjórnun tónleikaraðarinnar er í höndum Leifs Gunnarssonar.
Aðgangur ókeypis
Nánari upplýsingar veitir:
Hólmfríður Ólafsdóttir, verkefnastjóri viðburða og fræðslu
holmfridur.olafsdottir@reykjavik.is