Myndir eftir nemendur í Árbæjarskóla
Myndir eftir nemendur í Árbæjarskóla

Um þennan viðburð

Tími
12:00
Verð
Frítt
Tungumál
Íslenska o.fl.
Sýningar

Súrrealismi | Sýning nemenda Árbæjarskóla

Þriðjudagur 8. apríl 2025 - Sunnudagur 27. apríl 2025

 

Sýning á verkum nemenda í 3.,4. og 5. bekk Árbæjarskóla þar sem útgangspunkturinn var súrrealismi.

 

Nemendur fengu fyrst stutta kynningu og spjölluðu um súrrealisma í skólanum. Hver og einn nemandi dró svo miða með mynd af einhverjum hlut sem var grunnurinn að hugmyndavinnunni þeirra.

Rætt var um Aríel í Litlu Hafmeyjunni, þegar hún fann gaffal og hélt það væri einhverskonar greiða og kallaði hana „Dinglehopper“. Hvað gerist ef við ímyndum okkur að við séum Aríel og höfum aldrei séð þessa hluti áður, eða ef þessi hlutir væru pínu litlir, eins stórir og bygging eða eins stór og pláneta?

Nemendur voru hvattir til að hugsa út fyrir kassann, skoða hlutina í nýju samhengi og búa til einhvern ofurveruleika eða draumaheim. Nemendur fengu svo frjálst val á hvaða efnivið þau notuðu í myndina sína.

 

Nánari upplýsingar:

Sara Elísabet Höskuldsdóttir, Árbæjarskóla

Sara.Elisabet.Hoskuldsdottir@reykjavik.is

Katrín Guðmundsdóttir, Borgarbókasafni

katrin.gudmundsdottir@reykjavik.is