Jólapikknikk

Um þennan viðburð

Tími
14:00 - 16:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tungumál
öll tungumál velkomin
Spjall og umræður

Jóla-Pikknikk með Hjálparkokkum

Laugardagur 7. desember 2024

Þér er boðið í Pikknikk með Hjálparkokkum.  

Við ætlum að eiga notalega stund inni í Fríbúðinni í Gerðubergi. Hjálparkokkar eru vanir að deila kærleik og stuðningi yfir jólin til einstaklinga sem glíma við fátækt. Nú deila þær gleðinni með öllum inni á bókasafninu. Eins og í hefðbundnu Pikknikki, þá deilum við snarli og spjöllum saman.

Hvað finnst þér ómissandi við undirbúning gleðilegra jóla? Hjálparkokkar eru stöðugt að leita nýrra hugmynda að stuðningi. Þú sýnir stuðning í verki með því einu að mæta á svæðið og sitja með okkur. Þau sem vilja geta einnig komið með pakka sem Hjálparkokkar koma svo áleiðis til þeirra sem búa ekki svo vel að geta keypt gjafir sjálf.      

Kipptu með þér smá jólanesti og spjallaðu við okkur á grasgræna svæðinu.     

Meira um Pikknikk á bókasafninu HÉR. 

Frekari upplýsingar veitir:    
Dögg Sigmarsdóttir     
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka      
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is