Leikföng í einni bendu
Leikföng skipta um hendur

Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 15:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tungumál
-
Markaður

Skiptimarkaður | Leikföng

Sunnudagur 3. nóvember 2024

Leikföng munu ganga í endurnýjun lífdaga á skiptimarkaðinum.

Við tökum glöð á móti alls kyns leikföngum á skiptimarkaðinn, s.s. kubbum, spilum, bílum, mjúkdýrum og dúkkum. Á markaðnum er hægt að skipta á eða gefa leikföng sem börnin eru hætt að nota og vonandi rata þau til þeirra barna sem vilja fá eitthvað nýtt og spennandi að leika með.

Bókasöfn eru í eðli sínu græn og vistvæn og við leggjum mikla áherslu á „græna viðburði“ í starfsemi okkar. Skiptimarkaðir eru góð leið til að sporna gegn sóun og stuðla að sjálfbærni.

Verið velkominn á skiptimarkaðinn. Skráning er ekki nauðsynleg, nóg af borðum á staðnum svo þú þarft bara að mæta með dótið!

 

Viðburðurinn á Facebook 

 

Nánari upplýsingar veitir:

Katrín Guðmundsdóttir, deildarstjóri
katrin.gudmundsdottir@reykjavik.is | 411 6250