Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 18:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Liðnir viðburðir

Bókarkynning | Dr. Haukur Arnþórsson - Mín eigin lög

Fimmtudagur 2. maí 2024

Verið velkomin á bókarkynningu Hauks Arnþórssonar í tilefni af útgáfu hans á fræðibókinni Mín eigin lög.

Haukur Arnþórsson, Ph.D., starfar við ReykjavíkurAkademíuna og sinnir rannsóknum. Hann hefur m.a. unnið fyrir nokkrar af æðstu stofnunum ríkisins og tekið þátt í Evrópusambandsverkefnum. Hann hefur jöfnun höndum ritað um fræðileg efni og almenn og kynnt niðurstöður sínar opinberlega. Haukur var yfirmaður upplýsinga- og tölvumála hjá Alþingi í 16 ár – á mótunartíma tölvukerfa stofnunarinnar og hefur skrifað fræðigreinar og bækur um störf þingsins.

Í stjórnarskrá eru gerðar ákveðnar kröfur til meðferðar lagafrumvarpa á Alþingi. Þær reglur eiga að tryggja vandaða lagasetningu. Í bókinni Mín eigin lög - Framkvæmd stjórnarskrárákvæða um meðferð lagafrumvarpa á Alþingi og í danska þinginu er farið yfir hvar og hvenær þessar reglur voru samþykktar, hvað löggjafinn ætlaði sér með þeim og hvernig þær eru framkvæmdar – en framkvæmdin hefur breyst smám saman. Málsmeðferð frumvarpa hjá danska þinginu, sem býr við sömu reglur, er skoðuð til samanburðar, en hún er ekki fyllilega sú sama og hjá Alþingi.

 

Sjá upplýsingar um Rými fyrir höfunda - höfundum gefst kostur á að bóka rými fyrir eigin bókmenntaviðburði.

Nánari upplýsingar veitir:

Guðrún Dís Jónatansdóttir, deildarstjóri miðlunar
gudrun.dis.jonatansdottir@reykjavik.is | 411 6115

Bækur og annað efni