Íslensku bókmenntaverðlaunin veitt ásamt Blóðdropanum 2022

Borgarbókasafnið óskar handhöfum Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2022 og Blóðdropans, íslensku glæpasagnaverðlauna hjartanlega til hamingju. Við hvetjum alla til að lesa þessar frábæru og fjölbreyttu bækur. Í umsögn dómnefnda er Lungu eftir Pedro Gunnlaug Garcia sögð vera breið fjölskyldusaga þar sem sleginn er nýr tónn í íslenskri skáldsagnagerð með  töfrandi frásagnargleði. En þetta er önnur skáldsaga Pedros. Kollhnís eftir Arndísi Þórarinsdóttur er skrifuð af stílöryggi þar sem tekið er á erfiðum málum með hæfilegri glettni en sagan fjallar um upplifun ungs drengs af fjölskylduaðstæðum eftir að bróðir hans greinist með einhverfu. Hvenær kemur sá stóri? Að spá fyrir um jarðskjálfta eftir Ragnar Stefánsson miðlar vísindalegri þekkingu sem varðar almenning og er afrakstur ævilangrar glímu við rannsóknir á því hvernig spá megi til um jarðskjálfta. Stóri bróðir er fyrsta bók Skúla Sigurðssonar og fjallar um ofbeldisglæpi og hefnd með löngum aðdraganda sem flett er ofan af en jafnframt fléttast inn breið samfélagslýsing og afhjúpun á stofnanatengdu ofbeldi.

Skáldverk:
Lungu
Höfundur: Pedro Gunnlaugur Garcia
Útgefandi: Bjartur

 

Barnabók:
Kollhnís
Höfundur: Arndís Þórarinsdóttir
Útgefandi: Forlagið


Fræðirit:
Hvenær kemur sá stóri? Að spá fyrir um jarðskjálfta
Höfundur: Ragnar Stefánsson
Útgefandi: Skrudda


Glæpasaga :
Stóri bróðir
Höfundur: Skúli Sigurðsson
Útgefandi: Drápa

 

Á Miðstöð íslenskra bókmennta er hægt að lesa ítarlegri umsagnir um vinningsbækur.

Flokkur
UppfærtFimmtudagur, 26. janúar, 2023 10:58
Materials