100 ára afmæli | Vorsöngur með Önnu Siggu og Öllu
Söngurinn mun óma um bókasafnið þegar þær stöllur, Anna Sigga og Alla, mæta á svæðið og syngja og spila í tilefni af 100 ára afmæli Borgarbókasafnsins.
Sungin verða valin lög sem fjalla um vorið sem er á næsta leyti og gefur okkur von um bjarta og betri framtíð.
Anna Sigríður Helgadóttir, söngkona og Aðalheiður Þorsteinsdóttir, píanóleikari, eru vel þekktar á Borgarbókasafninu Árbæ þar sem þær hafa í nokkur misseri leitt söng með söngelskum notendum bókasafnsins.
Öll hjartanlega velkomin og aðgangur að sjálfsögðu ókeypis!
Smellið hér til að skoða afmælisdagskrána í Borgarbókasafninu Árbæ.
Smellið hér til að skoða afmælisdagskrána í öllum söfnum okkar helgina 15. og 16. apríl.
Nánari upplýsingar veitir:
Katrín Guðmundsdóttir, deildarstjóri
katrin.gudmundsdottir@reykjavik.is | 411 6250