Valli heldur á vínyl fyrir framan plötuspilarann

Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 18:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Kaffistundir
Tónlist

Vínylkaffi með Valla

Miðvikudagur 6. desember 2023

Það er hægt að tala endalaust um tónlist og það er einmitt það sem við gerum á Vínylkaffinu. Þar eru öll þau sem hafa áhuga og unun af tónlist velkomin til að setjast niður í notalegu umhverfi, hlusta og njóta, ræða og fræðast.

Að sjálfsögðu er heitt á könnunni og kex í boði.

Þetta er í rauninni eins og bókaklúbbur, nema að þú þarft ekki að vera búinn að lesa einhverja bók eða hlusta á eitthvað fyrir fram, þú þarft bara að mæta. Umræðuefnið sprettur svo af sjálfu sér og flæðir í hinar ýmsu áttir eftir því hvað lendir undir nálinni. Þetta verður frábær skemmtun fyrir leikmenn jafnt sem lengra komna, því hvað er betra en að sitja og spjalla með hóp af fólki sem hefur sama áhugamál?

Borgarbókasafnið á glæsilegt safn af tónlist á vínyl, þannig að við segjum: Upp með albúmin, niður með nálina!

Plötur og plöruspilari í tónlistardeild grófarinnar

Nánari upplýsingar veitir:

Valgeir Gestsson, sérfræðingur í tónlistardeild
valgeir.gestsson@reykjavik.is |  411 6100