Um þennan viðburð

Tími
17:30 - 19:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Aldur
16+
Tungumál
Íslenska
Fræðsla

Make a thek | Samfélagskveikja

Miðvikudagur 10. september 2025

Við bjóðum til samtals í Gerðubergi þar sem við ætlum á hugarflug um hvernig aðstöðu við viljum fyrir allt fólk sem hefur áhuga á hringrásarhagkerfinu, tísku og handavinnu.
Annan hvern miðvikudag verður svo boðið upp á fræðslu og hittinga til þess að koma saman með það sem við erum að vinna að í höndunum.  Við viljum heyra hvað ykkur langar að gera og hvaða hugmyndir kvikna í samtali, áður en lengra er haldið.

Hvernig gæti aðstaðan þróast til að mæta þörfum skapandi notenda sem best? Hvernig fræðslu viljum við til að eflast og hvað kunnum við sem við getum deilt með öðrum?

Verið velkomin öll að taka með ykkur handavinnu til að vinna að og segja frá.

Borgarbókasafnið Gerðubergi er þátttakandi í alþjóðlegu verkefni til þriggja ára sem nefnist Make-a-thek. Markmiðið með þessu verkefni er að skapa vettvang fyrir skapandi og framsækna neytendur (prosumer) þar sem þekkingu er deilt og við lærum í sameiningu nýjar aðferðir t.d. við að gera við textíl, og kynnumst alskyns handverki og aðferðir. Þetta er ferðalag og áfangastaðurinn mótast með þátttöku sem flestra. Verkefnið er styrkt af Evrópusambandinu.

Á þessum kveikjuviðburði verður boðið upp á léttar veitingar. Viðburðurinn fer fram á kaffihúsinu í Gerðubergi.

Hér er hægt að fræðast meira um verkefnið hér: https://www.makeathek.eu/

Viðburður á Facebook: https://www.facebook.com/events/1292541082285579

Frekari upplýsingar veitir:
Ilmur Dögg Gísladóttir, ilmur.dogg.gisladottir@reykjavik.is

Bækur og annað efni