
News Fridays at Úlfarsárdalur City Library
Um þennan viðburð
Tími
14:00 - 16:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tungumál
Íslenska
Fræðsla
Spjall og umræður
Fréttaföstudagar á Borgarbókasafninu Úlfarsárdal
Föstudagur 14. nóvember 2025
Hefur þig alltaf langað að skrifa grein eða gera TikTok um það sem þér liggur á hjarta? Komdu þá á Fréttaföstudaga í Borgarbókasafninu Úlfarsárdal þar sem fulltrúar frá Átaki, félagi fólks með þroskahömlun, taka á móti þér, sýna þér helstu handtökin og hjálpa þér að komast af stað. Ef þig langar ekki að skrifa eða búa til efni, þá ertu engu að síður velkomin/nn/ið að kíkja í kaffi, spjalla og ræða fréttir vikunnar með okkur. Engin skráning, bara mæta á staðinn! Sjáumst á Borgarbókasafninu Úlfarsárdal!
Fyrir nánari upplýsingar:
Birna Stefánsdóttir, verkefnastjóri Átaks
birna@okkaratak.is