Um þennan viðburð

Tími
18:00 - 19:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Tungumál
English
Fræðsla

Fríbúð | Blómaþrykking – Prentun með náttúrunni

Miðvikudagur 28. maí 2025

Vertu með í skemmtilegri smiðju þar sem þú munt læra að prenta mynstur á efni með blómum og öðrum plöntum. Við munum notfæra okkur japanska aðferð sem kallast „Tataki-zomé“. Við munum safna blómum í nágrenni Gerðubergs og „hamra“ þau á efnið og þannig skapa einstök mynstur. Þessi umhverfisvæna prentaðferð er fullkomin leið til þess að fagna komandi sumri. Allt efni er á staðnum en þátttakendur eru hvattir til þess að mæta með hamar og blóm úr sínum eigin garði. Hægt er að nota öll lituð blóm.

 

Smiðjan er leidd af Christalena Hughmanick 

Christalena er listamaður og kennari búsett í Reykjavík. Í verkum sínum leggur hún áherslu á að skapa samfélag í gegnum kennslu og sameiginlega reynslu, og skoðar með þeim samtal milli listamanns og áhorfanda og á milli neytanda og framleiðanda. Þessar félagslegu aðferðir þróaði hún þegar hún stundaði meistaranám við School of the Art Institute of Chicago (2010-12). Hún nálgast verkin sín með fræðilegum hætti út frá menningarfræðilegum sjónarhornum með áherslu á að varðveita þekkingu og aðferðir sem gætu glatast, s.s. bútasaum og náttúrulitun. Verk hennar eru knúin áfram af djúpum tengslum milli kvenna, náttúru og sköpunar. Tengsl sem hún vill færa inn í stærra samtal innan listheimsins.

 

Smiðjan fer fram á ensku.
Nauðsynlegt er að skrá sig hér að neðan þar sem takmarkað pláss er í boði.
Viðburðurinn er einnig á Facebook.

Viltu vita meira um Fríbúðina?


Nánari upplýsingar:
Atli Pálsson, sérfræðingur
atli.palsson@reykjavik.is | 411-6170