Um þennan viðburð
Tilbúningur | Fléttaðar stjörnur
Langar þig að eiga notalega stund þar sem sköpunarkrafturinn fær að njóta sín í góðum félagsskap?
Í Tilbúningi föndrum við saman, búum eitthvað til úr einhverju og endurnýtum alls konar. Leiðbeinandi kemur með hugmyndir, efni og áhöld og aðstoðar við tilbúninginn.
Í þessum síðasta Tilbúningi fyrir jól ætlum við að flétta stjörnur úr gömlum bókasíðum. Stjörnurnar má svo þræða upp á band og nota til dæmis til að skreyta jólatré, pakka eða glugga.
Sæunn Þorsteinsdóttir listakona leiðbeinir.
Tilbúningur fer fram í Borgarbókasafninu Árbæ annan fimmtudag hvers mánaðar og í Borgarbókasafninu Spöng fyrsta miðvikudag hvers mánaðar.
Aðgangur ókeypis og engin skráning.
Nánari upplýsingar:
Sæunn Þorsteinsdóttir, sérfræðingur barnastarfs
saeunn.thorsteinsdottir@reykjavik.is | 411 6250